Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa
MJAR4MS01(BA)
1
Jarðtengikerfi
Meistaraskólinn
Samþykkt af skóla
4
1
BA
Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir í lág- og smáspennukerfum. Farið er yfir helstu atriði við jarðtengingar smáspennukerfa í byggingum og vinnubrögð við uppbyggingu þeirra, efnisval og áhrif þess á jarðtengingar og truflanir. Þá er farið yfir ástæður truflana og varnir gegn þeim, m.a. flökkustrauma. Kynnt er innihald nokkurra staðla og handbóka varðandi uppbyggingu lág- og smáspennukerfa.
Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
spennujöfnun.
uppbyggingu jarðtengikerfa og flökkustrauma.
þörf fyrir sökkulskaut og tengingar við byggingahluta.
varnartengingar stálgrindarhúsa.
varnartengingar í sérstökum rýmum bygginga.
mikilvægi jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir.
helstu atriðum við jarðtengingar í byggingum.
stöðlum og handbókum um uppbyggingu lág- og smáspennukerfa.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja stöðlum og handbókum er varða uppbyggingu lág- og smáspennukerfa.
setja upp jarðtengikerfi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig um og leiðbeina öðrum um uppbyggingu lág- og smáspennukerfa og jarðtengingar.
nýta sérhæfða þekkingu sína til að leiðbeina öðrum um spennujafnanir og jarðtengingar í lág- og smáspennukerfum.
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við jarðtengikerfi og uppbyggingu lág- og smáspennukerfa.
geta nýtt sér þekkingu sína og leikni tengda námsefninu.
Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda og prófum.