Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1537447281.85

  Rafhreyflar
  MRAH4MS01(BA)
  1
  Rafhreyflar
  Meistaraskólinn
  Samþykkt af skóla
  4
  1
  BA
  Í áfanganum er fjallað um hinar ýmsu gerðir rafmótora, allt frá jafnstraumsvél til riðstraumsvéla, ásamt ýmsum stýringum fyrir mótora. Einnig er farið yfir helstu gerðir rafala og spennustýribúnað þeirra.
  Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu gerðum rafmótora.
  • helstu stýringum fyrir rafmótora s.s. mjúkræsingar, tíðnibreyta og vektorstýringar.
  • ræsistraumum mótora með mismunandi ræsiaðferðum.
  • rafölum og spennustýringum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja helstu rafmótora og eiginleika þeirra.
  • stýra helstu rafmótorum s.s. mjúkræsingum, tíðnibreytingum og vektorstýringum.
  • átta sig á mismundandi notkun ýmissa gerða rafmótora.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bera saman ýmsar gerðir rafmótora og ýmsar gerðir stýringa fyrir þá.
  • nýta helstu gerðir rafmótora, allt frá jafnstraumsvél til riðstraumsvéla.
  • velja rafmótora sem henta tiltekinni notkun.
  Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda.