Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1537448339.3

  Stýringar - loftstýringar
  MSTY4LO01(BA)
  4
  Stýringar
  Loftstýringar
  Samþykkt af skóla
  4
  1
  BA
  Viðfangsefni áfangans eru loftstýringar. Nemendur lesa úr algengustu loftstýritáknum, læra að hanna einföld loftstýrikerfi, tengja loftstýrikerfi og finna bilanir í þeim. Þá er farið yfir helstu íhluti loftstýrikerfa, virkni þeirra og teiknitákn. Auk þess hanna nemendur loftstýrikerfi, tengja þau og prófa.
  Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • loftstýrikerfum, íhlutum þeirra og virkni.
  • helstu loftstýritáknum.
  • hönnun einfaldra loftstýrikerfa, tengingu þeirra og prófunum.
  • hvernig tengja á loftstýrikerfi.
  • bilanagreiningu og helstu bilunum í loftstýrikerfum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • teikna og hanna loftstýrikerfi.
  • nýta við það loftstýritákn.
  • tengja loftstýrikerfi.
  • prófa loftstýrikerfi og finna helstu bilanir í þeim.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hagnýta þekkingu sína til að gera flæðirit til að leysa stýriverkefni.
  • tjá sig um og leiðbeina öðrum um eiginleika og tengingu loftstýrikerfa.
  • nýta sérhæfða þekkingu sína til að hanna, prófa og bilanagreina loftstýrikerfi.
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem tengjast loftstýrikerfum.
  • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni á gagnrýnin og uppbyggilegan hátt.
  Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda og prófum.