Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537780675.92

    Stýringar - ljósleiðarar
    MSTY4LJ01(BA)
    3
    Stýringar
    Ljósleiðarar
    Samþykkt af skóla
    4
    1
    BA
    Viðfangsefni áfangans eru ljósleiðarar. Eftir nám í áfanganum eiga nemendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reiknað út orkutap sem verður á leið þeirra og lagningu þeirra með hámarksendingu í huga og lagt hann þannig að hann endist. Farið verður í mismunandi gerðir ljósleiðara og val m.t.t. nota við mismunandi aðstæður og við tengingar mismunandi búnaðar.
    Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ljósleiðurum og virkni þeirra.
    • hvernig ljósleiðarar eru tengdir við endabúnað.
    • æskilegri meðferð ljósleiðara.
    • hvernig hámarka á endingu ljósleiðara.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja ljósleiðara við mismunandi endabúnað.
    • meðhöndla ljósleiðara.
    • reikna út orkutap ljósleiðara miðað við misjafnar vegalengdir.
    • leggja ljósleiðara með hámarksendingu í huga.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja ljósleiðara og tengja við endabúnað.
    • tjá sig um og leiðbeina öðrum um eiginleika og tengingu ljósleiðara.
    • nýta sérhæfða þekkingu sína til að reikna út orkutap miðað við misjafnar vegalengdir sem ljósleiðarar eru lagðir.
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem tengjast ljósleiðurum.
    • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni á gagnrýnin og uppbyggilegan hátt.
    Námsmat grundvallast upp á verkefnavinnu nemenda og prófum.