Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537781287.17

    Varmadælur og kælitækni
    MKÆL4MS02(BA)
    1
    Varmadælur og kælitækni
    Meistaraskólinn
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    BA
    Í áfanganum kynnast nemendur grundvallartækni varmaflutnings með kælitækni. Farið er yfir varmadælingu sem tækni til hitunar húsa og kælingar rýma s.s. gagnavera og rafbúnaðarrýma þar sem hitamyndun er veruleg. Einnig eru skoðaðir mismunandi valkostir orkugjafa til varmaflutnings, kaldir og heitir. Einnig læra nemendur helstu eðlisfræðihugtök sem tengjast kælitækninni eins og varmaleiðni, varmaflutning, eimun og þéttingu vökva. Þá kynnast nemendur helsta búnaði sem notaður er til frystingar og annars varmaflutnings og virkni hans. Nemendur læra um uppsetningu og viðhald minni kæli- og frystikerfa. Áhersla er lögð á að nemandi þekki hugtökin kælingu og frystingu og að hann viti t.d. til hvers matvæli eru kæld eða fryst.
    Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í varmafræði (varmadælingar).
    • helstu eðlisfræðihugtökum sem tengjast kælitækni eins og varmaleiðni, varmaflutningi, eimun og þéttingu vökva.
    • grundvallarþáttum kælitækninnar.
    • uppsetningu og viðhaldi, prófunum og stillingum minni kæli- og frystikerfa.
    • grundvallaruppbyggingu, eiginleikum og hlutverki einstakra íhluta kæli- og frystikerfa.
    • eiginleikum einstakra kælimiðla og mengunarhættu sem af þeim getur stafað.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp minni kælikerfi og sinna viðhaldi, prófunum og stillingum á þeim.
    • samsetningu, prófunum og stillingum á kælikerfum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér nýjungar í kælitækni.
    • setja upp, halda við, stilla og prófa minni kæli- og frystikerfi.
    • nýta sérhæfða þekkingu sína til að gera helstu mælingar og útreikninga sem tengjast kæli- og frystikerfum.
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem tengjast kæli- og frystikerfum.
    • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni tengda kæli- og frystikerfum.
    Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda og prófum.