Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1537781654.23

  Bilanaleit
  MBIL4MS01(BA)
  1
  Bilanaleit
  Meistaraskólinn
  Samþykkt af skóla
  4
  1
  BA
  Viðfangsefni áfangans er bilanaleit í hefðbundnum raflögnum, rafbúnaði og rafvélum. Nemendur kynnast hinum ýmsu kerfisbundnu aðferðum sem notaðar eru við bilanaleit, læra að meta þær, velja og beita verkfærum við greininguna og tryggja gæði vinnunnar. Við námið er notaður búnaður til eftirlíkinga bilana og unnin verkefni til lausnar þeim.
  Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • bilanaleit í raflögnum, loftstýringum, vélbúnaði og jaðarbúnaði s.s. skynjurum.
  • helstu aðferðum sem beitt er við bilanaleit.
  • helstu verkfærum sem notuð eru til að greina bilanir.
  • hvernig tryggja á að reglum um öryggi og gæði sé fylgt við bilanaleit.
  • hvernig á að greina og bregðast við raunverulegum bilunum í raflögnum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina bilanir í raflögnum, loftstýringum, vélbúnaði og jaðarbúnaði s.s. skynjurum.
  • velja þær aðferðir sem henta við bilanaleit hverju sinni.
  • beita kerfisbundnum aðferðum við bilanaleit.
  • nýta þau verkfæri sem notuð eru til að greina bilanir.
  • tryggja að reglum um öryggi og gæði sé fylgt við bilanaleit.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hagnýta þekkingu sína við bilanaleit.
  • tjá sig um og leiðbeina öðrum um bilanaleit í raflögnum, loftstýringum, vélbúnaði og jaðarbúnaði s.s. skynjurum.
  • nýta sérhæfða þekkingu sína við bilanagreiningu í raflögnum, loftstýringum og vélum.
  • sýna frumkvæði og innsæi við bilanaleit í raflögnum, loftstýringum og vélum.
  • tryggja öryggi þegar unnið er við bilanaleit.
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem tengjast bilanagreiningu.
  • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt.
  Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda.