Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537784193.4

    Öryggis- og vinnuvistfræði
    MÖRY4VV01(BA)
    3
    Öryggisfræði
    Vinnuvernd
    Samþykkt af skóla
    4
    1
    BA
    Viðfangsefni áfangans er áhættumat starfa og vinnuvernd. Lögum samkvæmt ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Á niðurstöðum áhættumats skal svo gerð áætlun um heilsuvernd. Í áfanganum læra nemendur um helstu þætti sem tengjast áhættumati, framkvæmd þess, gerð vinnuverndaráætlana og þeirra jákvæðu breytinga og þekkingu sem þessir þættir skila inn í fyrirtæki. Farið er yfir grundvallaratriði í rafmagnsöryggi. Fjallað er um helstu hættur af rafmagni og áhrif rafmagns á mannslíkamann ásamt því að farið er yfir rétt vinnubrögð í og við raforkuvirki stór og smá, verklag og verkfæri til notkunar við rafmagnsvinnu. Einnig er fjallað um störf „kunnáttumanna“, hvernig staðið er að setningu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfum. Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerfum. Farið er yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur Mannvirkjastofnunar.
    Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim fjölmörgu atriðum sem áhættumat skal taka til s.s: álags, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, umhverfisþátta, efni og notkun hættulegra efna á vinnustað, véla og tækja.
    • verkferlum sem fylgt er við áhættumat starfa og vinnustaða.
    • mikilvægi þess að störf og vinnustaðir séu áhættumetnir.
    • nauðsyn þess að störf rafiðnaðarmanna séu metin út frá fjölbreyttum störfum þeirra.
    • helstu áhættuþáttum sem störf rafiðnaðarmanna fela í sér.
    • helstu hjálpartækjum sem notuð eru við gerð áhættumats.
    • helstu þáttum sem skoðaðir eru við gerð áhættumats.
    • helstu sértæku verkfæri sem nýtt eru við áhættumat verklegra framkvæmda.
    • þeim jákvæðu breytingum og þekkingu sem verða til á vinnustöðum í kjölfar áhættumats.
    • gildi og ávinning þess að heilsuverndaráætlun sé gerð á vinnustöðum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu áhættuþætti á vinnustöðum.
    • velja þá þætti starfs rafiðnaðarmanna og vinnustaða þeirra sem þarf að áhættumeta.
    • beita kerfisbundnum aðferðum við áhættumat starfa og vinnustaða.
    • nýta hjálpargögn og verkfæri sem nýtt eru við áhættumat starfa og vinnustaða.
    • tryggja að reglum um áhættumat, öryggi og vinnuvernd sé fylgt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hagnýta þekkingu sína um helstu áhættuþætti sem fylgja störfum og vinnustöðum í rafiðnaði.
    • tjá sig um og leiðbeina öðrum um áhættuþætti starfa og vinnustaði í rafiðnaði þannig að þeir skili jákvæðum breytingum, þekkingu og aukinni vinnuvernd í störfum og á vinnustöðum.
    • nýta sérhæfða þekkingu sína um helstu áhættuþætti í störfum og á vinnustöðum rafiðnaðarmanna.
    • sýna frumkvæði og innsæi við mat á áhættu sem fylgir störfum rafiðnaðarmanna.
    • vera meðvitaður um nauðsyn þess að störf og vinnustaðir séu áhættumetnir.
    • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt.
    Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda.