Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1537784857.11

  Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar
  MÖRY4BB02(BA)
  1
  Öryggisfræði
  Brunaviðvörunarkerfi
  Samþykkt af skóla
  4
  2
  BA
  Í áfanganum læra nemendur um hina ýmsu íhluti brunaviðvörunarkerfa, eiginleika þeirra, notkunarsvið, lagnir og tengingar. Þá er fjallað um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa. Fylgt er reglugerð um brunavarnir, einnig læra nemendur skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra, notkunarsviði og helstu reglum þar um.
  Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • brunaviðvörunarkerfum og hinum ýmsu íhlutum þeirra.
  • eiginleikum brunaviðvörunarkerfa, notkunarsviði, lögnum og tengingum.
  • reglum um uppsetningu og viðhald brunaviðvörunarkerfa.
  • grundvallaruppbyggingu, eiginleikum og hlutverki einstakra íhluta brunaviðvörunarkerfa.
  • helstu brunahólfum mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra, notkunarsviði.
  • reglum um brunahólf mannvirkja.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja upp brunaviðvörunarkerfi.
  • halda við brunaviðvörunarkerfum.
  • nota hina ýmsu íhluti brunaviðvörunarkerfa.
  • fylgja reglum um öryggis- og brunafræði.
  • fylgja reglum um brunahólf mannvirkja.
  • leggja brunaþéttingar milli brunahólfa í byggingum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta tileinkað sér nýjungar í brunaviðvörunum.
  • setja upp, halda við, stilla og prófa rásaskipt brunaviðvörunarkerfi.
  • tjá sig um og leiðbeina öðrum um brunaviðvörunarkerfi og íhluti þeirra.
  • nýta sérhæfða þekkingu sína til að setja upp og halda við rásaskiptum brunaviðvörunarkerfum.
  • bera ábyrgð á brunaþéttingum með lögnum sem hann leggur milli brunahólfa í byggingum.
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við brunaviðvörunarkerfi.
  • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni tengda öryggis- og brunakerfum.
  • ljúka prófi sem veitir heimild til að setja upp og sjá um viðhald á rásaskiptum brunaviðvörunarkerfum.
  Áfanginn endar með prófi sem veitir þeim er það standast heimild til að setja upp og sjá um viðhald á rásaskiptum brunaviðvörunarkerfum.