Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537787947.75

    Öryggis- og aðgangsstýrikerfi
    MÖRY4AS02(BA)
    2
    Öryggisfræði
    Aðgangsstýrikerfi
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    BA
    Í áfanganum er farið í uppbyggingu, forsendur og hönnun sambyggðra öryggis- og aðgangsstýrikerfa. Nemendur fá yfirsýn yfir uppbyggingu innbrotsviðvörunarkerfa og forsendur sem liggja að baki stjórnun og vöktun hurða. Einnig er farið í öryggisstig við vöktun hurða og frágang búnaðar við hurðir. Þá eru mismunandi gerðir aðgangskerfa kynntar, farið í val á aðgangskortum, skilríkjum, lestrartækni og raflyklum og þá möguleika sem slíkur búnaður býður upp á. Þátttakendur fá innsýn í og skilning á helstu kerfum, tengingum, virkni og almennum viðmiðunum um öryggis- og aðgangskerfi hér á landi. Áfanginn er fyrir rafiðnaðarmenn sem grunnám vegna starfa við uppsetningar og viðhaldsstörf tengdum aðgangs og öryggiskerfum. Einnig er námið góður grunnur fyrir þá sem sinna öryggisráðgjöf og sölustörfum.
    Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun en einnig geta tekið þátt á þessu námskeiði þeir sem þurfa að afla sér þekkingar á viðfangsefninu án þess að vera í meistaranámi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu, forsendum og hönnun sambyggðra öryggis- og aðgangsstýrikerfa.
    • forsendum sem liggja að baki stjórnun og vöktun hurða.
    • mismunandi öryggisstigi við vöktun hurða og frágangi búnaðar við hurðir.
    • mismunandi gerðum aðgangskerfa.
    • vali á aðgangskortum, skilríkjum, lestrartækni og raflyklum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina mismunandi þarfir fyrir öryggis- og aðgangskerfi og annan öryggisbúnað.
    • miðla þekkingu sinni um öryggis- og aðgangskerfi og annan öryggisbúnað.
    • velja öryggis- og aðgangskerfi og annan öryggisbúnað sem hæfir hverju sinni.
    • meta þörf fyrir öryggis- og aðgangskerfi og annan öryggisbúnað.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér nýjungar í öryggis- og aðgangskerfum og annan öryggisbúnað.
    • setja upp, halda við, stilla og prófa öryggis- og aðgangskerfi og annan öryggisbúnað.
    • tjá sig um og leiðbeina öðrum um öryggis- og aðgangskerfi og íhluti þeirra.
    • nýta sérhæfða þekkingu sína til að setja upp og halda við öryggis- og aðgangskerfum og annan öryggisbúnað.
    • bera ábyrgð á öryggis- og aðgangskerfum og öðrum öryggisbúnaði sem hann leggur.
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við öryggis- og aðgangskerfi og annan öryggisbúnað.
    • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni tengda öryggis- og aðgangskerfum.
    Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda og prófum.