Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1537794205.88

  Fjarskiptakerfi - reglugerðir og staðlar
  MFJA4MS01(BA)
  1
  Fjarskiptakerfi
  Meistaraskólinn
  Samþykkt af skóla
  4
  1
  BA
  Áfanginn fjallar um staðla sem fjalla um Fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði - Loftnetskerfi - Netkerfi - Símkerfi – Hússtjórnarkerfi. og tækni og búnað sem tilheyra notkun hans. Í áfanganum er fjallað um kerfishönnun, lagnir, frágang búnaðar, mælingar og skýrslugerð. Einnig er fjallað um val á fjarskiptakerfum og hvaða flutningsleiðir henta hverju verkefni. Með þessu er leitast við að gera þátttakendur hæfari til að hanna fjarskiptalagnir og vera ráðgefandi varðandi fjarskiptakerfi íbúðarhúsnæðis. Í náminu er fjallað um rafsegulbylgjuna og eiginleika hennar til dreifingar við mismunandi aðstæður, tíðnirófið og nýtingu þess, mælieininguna decibel (dB) sem notuð er til mælinga á mögnun, deyfingu og spenna skýrð, truflandi suð í fjarskiptakerfum og truflandi millimótun í fjarskiptakerfum. Farið er yfir mismunandi tegundir loftneta og kostir og gallar greindir m.t.t. aðstæðna, FM-, UHF- og örbylgjuloftnet. Strengir loftnetskerfa, m.a. Koax-strengurinn, eru kynntir ásamt ýmsum íhlutum loftnetskerfa, s.s. magnarar, síur, deilar, blandarar, tenglar og tengi. Farið er í útreikninga á loftnetskerfum – miðkerfi / raðkerfi. Nemendur vinna mælingaverkefni sem þjálfa þá í að skila af sér skýrslu að loknu verki, samkvæmt forskrift staðalsins. Nemendur kynnast mismunandi valmöguleikum sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum eða þráðlaust og fjallað er um kosti og galla hverrar leiðar. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum í stærri byggingar og nemendur gera mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi. Áfanginn er ætlaður lagna- og kerfishönnuðum, sölumönnum á raflagnaefni og stjórnendum verka af þessu tagi. Áfanginn er einnig ætlaður rafiðnaðarmönnum sem vinna við fjarskiptalagnir í nýbyggingum og við endurnýjun á eldri byggingum. Áfanginn er einnig fyrir raflagnahönnuði, sölumenn og rafverktaka sem þurfa að þekkja fjarskiptastaðalinn vel, en starfa ekki sjálfir í verklegu framkvæmdunum. Þá eru reglur Póst-og fjarskiptastofnunar um verndun fjarskipta kynntar og lögð áhersla á gerð lokaskýrslu fyrir hvert verk, samkvæmt forskrift staðalsins.
  Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • staðlinum og hvernig ganga skal frá lögnum, mæla lagnir og skrá niðurstöður í mælingaskýrslu.
  • hvernig gera á lokaskýrslu fyrir hvert verk samkvæmt staðlinum.
  • fjarskiptalögnum heimilisins.
  • staðlinum og nýjungum sem fylgja honum.
  • mismunandi valmöguleikum sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss.
  • kostum og göllum mismunandi leiða í fjarskiptaflutningi innanhúss.
  • hönnun á dreifikerfum fyrir fjarskiptaflutning i stærri byggingum.
  • mismunandi tegundum loftneta, kostum þeirra og göllum.
  • loftnetsuppsetningum.
  • helstu truflunum í fjarskiptakerfum.
  • mælieiningunni decibel sem notuð er til mælinga á mögnun, deyfingu og spennu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • ganga skal frá lögnum, mæla lagnir og skrá niðurstöður í mælingaskýrslu samkvæmt staðlinum.
  • gera lokaskýrslu fyrir hvert verk samkvæmt staðlinum.
  • fylgja staðlinum við val, sölu og hönnun raflagnakerfa í íbúðarhúsnæði.
  • greina frá kostum og göllum mismunandi leiða í fjarskiptaflutningi innanhúss.
  • velja og leiðbeina um val á dreifikerfi fyrir fjarskiptaflutning í íbúðarhúsnæði.
  • velja loftnet sem henta aðstæðum og setja þau upp.
  • þekkja helstu útreikninga sem tengjast loftnetskerfum.
  • skipta um helstu íhluti loftnetskerfa.
  • gera helstu mælingar á mögnun, deyfingu og spennu.
  • nýta þekkingu sína til að leysa tæknileg vandamál sem tengjast loftnetskerfum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skila af sér verkefnum samkvæmt staðlinum.
  • setja upp, halda við, stilla og prófa fjarskiptakerfi innanhúss samkvæmt staðlinum.
  • tjá sig um og leiðbeina öðrum um fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði.
  • nýta sérhæfða þekkingu sína til að gera helstu mælingar og útreikninga samkvæmt staðlinum.
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem tengjast fjarskiptakerfum innanhúss.
  • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni til að gefa viðskiptavinum ráð hvað varðar fjarskiptamál í íbúðarhúsnæði.
  • tjá sig um og leiðbeina öðrum um loftnet og uppsetningu þeirra.
  • nýta sérhæfða þekkingu sína til að gera helstu mælingar og útreikninga sem tengjast lofnetum og fjarskiptum.
  Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda.