Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537794599.09

    Stýringar - iðntölvur II
    MSTY4IT04(BA)
    2
    Stýringar
    Iðntölvur
    Samþykkt af skóla
    4
    4
    BA
    Í áfanganum fá nemendur haldgóða framhaldsþekkingu á iðntölvum og búnaði þeim tengdum. Viðfangsefnin eru gerð flæðirita við lausn stýriverkefna og færslu flæðirita í skjámyndir. Þá er fjallað um stöðluð hliðræn merki og forritun þeirra, farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum til túlkunar á skjámyndum og í gagnagrunna. Flæðirit og forrit eru gerð eftir lýsingum, slegin inn og prófuð í iðntölvum tengdum hermum. Einnig eru gerð flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði stafræn og hliðræn merki og þau prófuð í iðntölvum tengdum hermum. Farið er sérstaklega í hugbúnað sem gerir kleift að nota PC tölvu sem eftirlits- og stjórnstöð við iðnstýringar. Þátttakendur gera skjámyndir sem sýna feril vélstýringar á myndrænan hátt og tengja saman iðnstýringu og PC tölvu. Kynntir eru notkunarmöguleikar skráningar í gagnagrunna.
    Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • PLC stýringum.
    • iðntölvum og búnaði þeim tengdum.
    • notkun flæðirita, færslu flæðirita í forrit og notkun þeirra við gerð skjámynda.
    • því að tileinka sér möguleika á skráningum upplýsinga (tenda) í gagnagrunn.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita kerfisbundnum aðferðum við lausn stýriverkefna.
    • nota og gera flæðirit.
    • hanna og forrita smærri PLC stýringar og færa þau í gerð skjámynda.
    • forrita flóknari verkefni þar sem blandað er saman stafrænum og hliðrænum merkjum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera flæðirit til að leysa skjámyndaverkefni.
    • gera forrit þar sem fram koma bæði stafræn og hliðræn merki.
    • nýta sérhæfða þekkingu sína til að gera flæðirit og forrit.
    • hagnýta sér prófanir í iðntölvum tengdum hermum og tengsl við skjámyndir.
    • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni á gagnrýnin og uppbyggilegan hátt.
    Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda og prófum.