Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537795320.49

    Forritanleg raflagnakerfi II
    MRAK4KX01(BA)
    1
    Raflagnakerfi
    Ljósa- og hússtjórnunarkerfi - KNX
    Samþykkt af skóla
    4
    1
    BA
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist flóknari forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum, tilgangi þeirra og möguleikum. Farið er í möguleika EIB/KNX kerfisins og hvernig má nota það við stýringu t.d. hitagerla, skjáa, veðurstöðva og ljósasena. Þá er fjallað um lagnir og forritun þeirra. Nemendur æfa sig í að leggja lagnir og fá þjálfun í að tengja búnað og forrita kerfi, ganga frá þeim og leiðbeina öðrum um notkun þeirra. Þá eru gagnabankar framleiðenda og notkun þeirra kynnt. Í þessum áfanga forrita nemendur flóknari kerfi en í þeim fyrri og farið er dýpra í forritun einstakra íhluta forritanlegra kerfa.
    Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun og Raflagnarkerfi I (KNX) – RAFL4KN1.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu flóknari raflagnakerfa, tilgangi þeirra og möguleikum.
    • möguleikum flóknari EIB/KNX kerfa og forritun þeirra.
    • hvernig á að forrita og ganga frá EIB/KNX kerfum.
    • uppbyggingu og notkun gagnabanka framleiðenda.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylgja leiðbeiningum og nýta gagnabanka framleiðenda.
    • leggja lagnir, tengja búnað, forrita kerfi, ganga frá þeim.
    • forrita með EIB/KNX kerfinu.
    • leiðbeina öðrum um notkun flóknari forritanlegra raflagnakerfa s.s EIB/KNX.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um og leiðbeina öðrum um uppbyggingu EIB/KNX kerfa.
    • nýta sérhæfða þekkingu sína til að leiðbeina öðrum um forritun og notkun EIB/KNX kerfa og forritun þeirra.
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við flóknari raflagnakerfi s.s. EIB/KNX.
    • geta nýtt sér þekkingu sína og leikni tengda raflagnakerfum s.s. EIB/KNX.
    Námsmat grundvallast á forritun og annarri verkefnavinnu nemenda.