Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537824511.76

    Starfsþjálfun á stofu III
    STAÞ3SÆ20(FB)
    73
    Starfsþjálfun
    Starfsþjálfun á snyrtistofu III
    Samþykkt af skóla
    3
    20
    FB
    Starfsþjálfun á stofu III er framhald af áfanganum Starfsþjálfun á stofu II. Áfanginn er samningsbundið nám undir leiðsögn iðnmeistara. Nemandi heldur áfram að takast á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum, þjálfar verktækni, fagleg vinnubrögð og bætir við fyrri kunnáttu. Verkefnin skulu vera í samræmi við þá þekkingu og færni sem nemandi hefur öðlast eftir 6 annir á snyrtibraut auk Starfsþjálfunar á stofu I og II. Miðað er við lögbundna 40 stunda vinnuviku í alls þrjá mánuði undir leiðsögn iðnmeistara í snyrtifræði. Fyrirtæki sem gerir samning um þjálfun nemenda á vinnustað skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir snyrtifræðinám og framfylgja þeim námsþáttum og verklegri þjálfun nemandans sem iðngreinin gerir kröfu um. Í Starfsþjálfun III skal nemandi sýna aukna þekkingu, leikni og hæfni frá viðmiðum í Starfsþjálfun I og II.
    Nemandi skal hafa lokið námi á 6. önn auk Starfsþjálfunar á stofu I og II samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfsháttum á snyrtistofu þar með talið bókunarkerfi, tímastjórnun, undirbúning og frágang vinnusvæðis
    • mikilvægi hreinlætis og sótthreinsunar við störf þ.m.t. persónulegt, vinnusvæði, tækja og áhalda
    • að velja markvissa húðmeðferð og ráðleggja ábyrga notkun húð-og snyrtivara
    • snyrtivörum og efnum sem eru notuð í öllum verkþáttum greinarinnar
    • í hvaða tilvikum meðferð er viðeigandi og hvenær meðhöndlun er ekki ráðlögð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa og ganga frá vinnusvæði samkvæmt viðurkenndum hreinlætisstöðlum
    • taka á móti viðskiptavini og veita markvissa ráðgjöf á faglegan hátt
    • greina þarfir viðskiptavinar og geta ráðlagt markvissa stofumeðferð og snyrtivörunotkun fyrir andlit, hendur, fætur og líkamann almennt
    • nudda markvisst höfuð, andlit og líkama með höndum og heitum steinum
    • lita augnhár og augabrúnir með tilliti til litavals samkvæmt þörfum viðskiptavinar
    • plokka, vaxa og móta augabrúnir samkvæmt þörfum viðskiptavinar
    • fjarlægja óæskilegan hárvöxt á mismunandi hátt og vinna með efni fyrir og eftir meðferð
    • framkvæma rafræna meðferð fyrir bæði andlit og líkama s.s. jónun, hátíðni, örstraum, LED meðferð, fótabor
    • framkvæma mismunandi sérmeðhöndlanir á andlit s.s. Ah-sýru meðferð
    • framkvæma mismunandi SPA sérmeðhöndlanir á líkama s.s. innpakkanir
    • framkvæma mismunandi sérmeðhöndlanir í hand- og fótsnyrtingu þ.m.t. parafín meðferð og gel lökkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skynja þarfir viðskiptavina og ráðleggja viðeigandi húðmeðferð og endurkomu
    • sýna viðskiptavinum virðingu og faglega umhyggju
    • sýna frumkvæði og framtaksemi við vinnu sína
    • geta ráðlagt og selt húðvörur á markvissan hátt og skynjað þarfir viðskiptavinar
    • sýna hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfsvilja gagnvart samstarfsfólki
    Námsmat byggist á ferilbók í öllum verkþáttum náms í snyrtifræði samkvæmt aðalnámskrá. Gert er ráð fyrir að ferilbók fylgi nemandanum þar sem gerð er grein fyrir verklegri þjálfun hans í vinnustaðanámi. Nemandi og iðnmeistari bera sameiginlega ábyrgð á skráningu ferilbókar. Einkunnargjöf í lok áfangans er staðið eða ólokið.