Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1538052832.1

    Þáttagerð
    KVÞG2KT04(AR)
    1
    Þáttagerð - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AR
    Nemendur fá innsýn inn í ólíka tegundir sjónvarpsþátta þar sem farið verður í mismundandi form og aðferðir við að framleiða þætti af ýmsum toga. Nemendur framleiða magasín þátt. Þeir leggjast í hugmyndavinnu og velja í sameiningu eina hugmynd sem þeir svo þróa áfram. Þriggja manna teymi sem gera innslög og allir hóparnir vinna saman að umgjörð þáttarins. Þátturinn getur verið lífstílsþáttur, fréttaþáttar, spjallþáttur / skemmtiþáttur, mótorþáttur, matreiðsluþáttur og svo framvegis. Nemendur sjá sjálfir um hugmyndavinnu, framleiðslu, upptökur og eftirvinnslu með leiðsögn og eftirfylgni kennara.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum þáttagerðar.
    • vinnuferli á bakvið þáttagerð.
    • hafi innsýn inn í starf þáttagerðarfólks.
    • hafi innsýn inn í fjölmyndavélavinnslu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja þáttagerð.
    • taka upp efni sem nýtist í þáttagerð.
    • klippa og vinna efni sem tekið er upp.
    • taka upp efni í beinni útsendingu á margar myndavélar í einu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa hugmynd að sjónvarpsþætti.
    • skipuleggja ferlið frá hugmynd að þáttagerð.
    • geta greint á milli hvað er stór hugmynd og lítil hugmynd þegar kemur að þáttagerð.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.