Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1538486454.68

    Rannsóknarverkefni í félagsvísindum
    FÉLA3RV05
    32
    félagsfræði
    rannsóknarverkefni í félagsvísindum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur vinna sjálfstætt að rannsóknarverkefni í félagsvísindum. Nemandinn vinnur að verkefninu alla önnina með lotuskilum og leiðsagnamati kennara.
    Í áfanganum nýtir nemandi þá þekkingu og hæfni sem hann hefur tileinkað sér úr félagsfræðinámi sínu í skólanum í sjálfstæðu rannsóknarverkefni. Nemendur velja sér rannsóknarefni í samráði við kennara.
    Hægt er að vinna rannsóknarverkefnið sem einstaklings-, para- eða hópverkefni.
    Nemandi hefur val um eigindlega eða megindlega rannsókn eða blöndu af þessum tveimur aðferðum.
    Verkefni er skilað með rannsóknarskýrslu.
    Nemendum er einnig ætlað að kynna rannsókn sína fyrir skólasamfélaginu með einhverjum þeim aðferðum sem henta, myndbandi, vefsíðu, bæklingi eða öðru sem hentar verkefninu. Mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda þó kennari muni veita þeim leiðsögn.
    FÉLA3KA05 eða sambærilegur áfangi á 3 þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - megindlegum og eigindlegum rannsóknum, kostum þeirra og göllum og tengsl þeirra við kenningar
      - lykilhugtökum og aðferðum sem notast er við í rannsóknum félagsvísinda
      - sérhæfðri rannsóknarvinnu félagsvísinda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - hanna rannsókn sem hentar rannsóknarverkefni
      - nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
      - safna upplýsingum á skipulegan hátt
      - vinna tölfræðigögn í tölfræðiforriti, SPSS eða sambærilegu
      - vinna úr þeim gögnum upplýsingar til að miðla til annarra
      - setja fram og túlka myndir og gröf
      - tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt, draga ályktanir og rökstyðja í fræðilegu samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - sýna frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
      - vinna vandaða rannsókn og skrifa rannsóknarskýrslu
      - lesa fræðilegan texta um rannsóknir og geti lagt gagnrýnið mat á gæði rannsóknarinnar
      - nýta sér þekkingu í meðferð heimilda
      - beita mismunandi rannsóknaraðferðum og túlka niðurstöður
      - útskýra, greina, draga ályktun af og miðla niðurstöðum rannsóknar
      - taka þátt í og stjórna upplýstri umræðu um málefni er snerta samfélagsmál
      - taka ábyrgð á eigin námi
    Leiðsagnarmat