Í áfanganum verður unnið með félagsfræði sem vísindagrein.
Kenningaleg sjónarhorn samvirkni-, samskipta- og átakakenninga verða notuð við rannsóknir á félagslegum fyrirbærum.
Farið verður yfir helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda, bæði eigindlegar og megindlegar; skoðaðir kostir og gallar og þeim beitt í rannsóknum nemenda. Kennslufyrirkomulag verður í formi fyrirlestra, kynninga, verkefnavinnu og umræðutíma.
FÉLA2BY05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- megin kenningum innan félagsfræðinnar: samvirkni-, átaka-, og samskiptakenningum - helstu frumkvöðlum innan félagsfræðinnar - megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum - helstu hugtökum félagsfræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita félagsfræðikenningum á mismunandi viðfangsefni samfélagsins - beita aðferðum félagsfræðinnar - fjalla um og bera saman kenningar - tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar - beita félagsfræðilegu innsæi - beita hugtökum á mismunandi viðfangsefni
taka fræðilega afstöðu til samfélagslegra álitamála
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita félagsfræðilegum kenningum á samfélagsleg fyrirbæri - kynna sér tiltekið félagsfræðilegt rannsóknarefni - geta skipulagt og unnið einfalda rannsókn - geti beitt mismunandi aðferðum eftir mismunandi aðstæðum og á mismunandi rannsóknarefni - vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá