Í áfanganum kynnast nemendur kenningum og hugtökum tengdum jafnrétti, kynjafræði, lýðræði, mannréttindum og almennri samfélagsvitund. Farið verður í gegnsæi netsamfélaga og afleiðingar hegðunar þar og þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið vegna aukinnar notkunar netsins og aukins framboðs af netsamfélögum. Nemendur munu einnig kynnast umhverfi, stöðu og réttindum fatlaðra í gegnum námsefni og í gegnum raunhæft liðveisluverkefni sem unnið er í samvinnu við sveitarfélög á svæði skólans.
FÉLA2BY05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mannréttindum og þróun þeirra - tilgang réttindabarátta hvað það er að vera virkur samfélagsþegn í lýðræðissamfélagi - grundvallarhugtökum er tengjast jafnrétti og kynjafræði - hvað fötlun er og ábyrgð samfélagsins gagnvart því
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita hugtökunum; læsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, sköpun, sjálfbærni og heilsa og velferð, bæði í námi og utan þess - greina mismunandi tegundir netsamfélaga og áhrif þeirra - nota námsefni og umfjöllun um fötlun í raunaðstæðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja mat á upplýsingar um brot á réttindum fólks og viðbrögð samfélagsins við því - tengja umfjöllun samfélagsins við hugtök fjölmiðla um afbrot við sjónarhorn afbrota félags-,kynja- og fötlunarfræði - geta tjáð sig í ræðu og riti um samfélagsleg álitamál - geta litið á samfélagið með mismunandi sjónarhornum og gagnrýni - vita hvað felst í fræðilegum vinnubrögðum, kunna að leita að heimildum, meta gæði þeirra og vísa rétt í þær
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.