Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1538559457.09

    Hljóðtækni
    MHLJ4MS02(BA)
    1
    Hljóðtækni - MS
    Meistaraskólinn
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    BA
    Áfanginn er grunnáfangi í hljóðtækni. Í fyrsta hluta áfangans er farið yfir helstu grunnþætti hljóðtækni, uppbyggingu hljóð- og upptökukerfa, helstu hugtök, hljóðflæði, samspil uppmögnunar og rýmis, skynjun og heyrn. Þá er helsti búnaður skoðaður, notkun hans og virkni. Þá eru öryggishugtök einnig kynnt og rædd. Í öðrum hluta áfangans er fjallað um ferð hljóðmerkis gegnum búnað og helstu takmörk hans. Þá er fjallað um hvernig hljóðtækni tengist rafmagnsfræði og hljómburðarfræðum, um möguleika og takmarkanir hljóðsins og stafræna miðlun. Í síðasta hluta áfangans eru mæligildi hljóðmælinga skoðuð og prófuð. Nemendur glöggva sig á þeim aðferðum sem beitt er við mælingar á hljóðbúnaði og hljóðkerfum og kunni að lesa úr mæligögnum. Þá eru mælingar hljóðkerfa prófaðar og aðferðir skýrðar.
    Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunnþáttum hljóðtækninnar.
    • helstu hugtökum sem snúa að hljóði og hljóðöryggi.
    • notkun og virkni búnaðar sem tengjast hljóði.
    • tengslum hljóð-, rafmagns- og hljómburðarfræði.
    • stafrænni miðlun hljóðs.
    • muninum á afli búnaðar og hljóðstyrk í lofti.
    • hvernig hljóðstyrkur breytist með fjarlægð.
    • mismunandi flokkum magnara, hlið- og raðtengingu hátalara.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu hugtökum hljóðtækninnar.
    • skilja hvernig hljóð- og upptökukerfi eru byggð upp.
    • gera helstu útreikninga varðandi hljóðstyrk eftir fjarlægð frá upptökum.
    • velja og nýta þær reikniaðferðir sem henta hverju sinni.
    • átta sig á hvernig hljóðmerki fer gegnum búnað.
    • nota helstu mæliaðferðir og tengja þær við daglega notkun.
    • lesa úr mæligögnum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér helstu vinnuaðferðir sem tengjast hljóðtækni.
    • gera helstu útreikninga og notkun þeirra við lausn viðfangsefna.
    • prófa og mæla hljóðkerfi.
    • vinna verkefni sem tengjast hljóðtækni, uppsetningu og prófun búnaðar.
    • sýna frumkvæði og innsæi við lausn verkefna sem tengjast hljóðtækni.
    Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda.