Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1538992517.36

    Fjarvídd, mælingar, ljós og skuggi
    TEIK1FJ02
    7
    teikning
    fjarvídd, umhverfisteikning
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Markmið áfangans er að nemendur læri grundvallaratriði í teikningu. Lögð er áhersla á að þjálfa formskilning nemenda með greiningu einfaldra forma. Grunnþættir teikningarinnar, lína, ljós og skuggi eru kannaðir. Nemandinn mælir og greinir form hlutanna og öðlast þjálfun í teikningu einfaldra hluta. Í fyrstu er unnið með samsíða vídd en í framhaldi kynnist nemandinn undirstöðuatriðum í fjarvídd og hlutfallamælingu og því hvernig þrívíð viðfangsefni eru yfirfærð á tvívíðan flöt pappírsins.Unnið er með blæbrigði línunar og grátónaskala blýantsins. Fjallað er um myndbyggingu og kynntir eru ýmsir listamenn sem tengjast efninu hverju sinni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • muninum á mjúkum og hörðum blýanti
    • helstu teikniáhöldum
    • heitum og helstu einkennum frumformanna
    • ýmsum hugtökum sem unnið er með í teikningu, s.s. stór og lítill og nær og fjær
    • beinni og boginni línu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna eftir ákveðinni en einfaldri fyrirmynd
    • teikna frumformin
    • beita helstu teikniáhöldum
    • teikna beina og bogna línu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna einföld form eða hluti með algengustu teikniáhöldum
    • vinna á sjálfstæðan og persónulegan hátt að verki sínu