Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1539005911.73

    Málverk
    LITA1MÁ02
    2
    litafræði
    Málverk
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Markmið áfangans er að nemendur kynnist eiginleikum og virkni lita. Unnið er með grunnlitina þrjá, svart og hvítt. Nemendur vinna með litahringinn, blanda liti, kanna ljósmagn, litatóna, vægi og innbyrðis áhrif og virkni lita í umhverfi. Þá rannsaka nemendur andstæður og samstæður og þátt litarins í myndbyggingu og fjarvídd og skoða tengsl lita við tilfinnnigar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • litahringnum út frá þremur frumlitum
    • andstæðum litum
    • heitum og köldum litum
    • grátónaskala
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda liti og litatóna
    • vinna með grátónaskala
    • skapa fjarvídd með litum
    • vinna með fjölbreytt litarefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • blanda liti og nota við gerð persónulegra myndverka
    • nota liti til að koma til skila ákveðinni tilfinningu