Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1539006155.68

    Ljósmyndun
    MARG1LM02
    2
    margmiðlun
    Ljósmyndun
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum læra nemendur grundvallaratriði í notkun ljósmyndavélar og kynnast því hvernig hægt er að breyta ýmsum stillingum. Fjallað er um ýmis hugtök sem notuð eru í tengslum við ljósmyndun, s.s. hreyfingu, myndbyggingu og form. Nemendur kynnast ólíkum gerðum ljósmynda, t.d. portretti, uppstillingu, landslagi, fréttamynd, auglýsingu og taka ljósmyndir af ólíkum fyrirbærum út frá fjölbreyttum forsendum. Skoðuð eru verk úr listasögu og samtíma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þáttum ljósmyndavélarinnar
    • muninum á fréttaljósmynd, landslagsmynd, portrettmynd og uppstillingu
    • hvernig hægt er að stjórna myndbyggningu í ljósmyndatöku
    • muninum á samklippu og ljósmynd
    • muninum á nærmynd og víðmynd
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka mynd af ákveðnu myndefni samkvæmt fyrirmælum
    • stjórna því hvar myndin lendir í myndarammanum
    • klippa út ljósmyndir og líma á flöt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér ljósmyndamiðilinn á fjölbreyttan og persónulegan hátt