Í áfanganum kynnast nemendur ýmsum leiðum til að móta og þróa hugmyndir og styrkja myndhugsun og myndmál. Unnið er með skynjun og minningar, t.d. hvernig nemendur muna upplifun. Nemendur kynnast skissuvinnu en líka hugkortum, hugflæði og fleiri aðferðum við að skrásetja hugmynd. Áhersla er lögð á samvinnu hópsins en jafnframt persónulega nálgun hvers og eins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skynjun og upplifun sem efnivið í myndgerð
mismunandi aðferðum við að skrásetja hugmyndir og upplifun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrásetja hugmynd eða upplifun
byggja verk á upplifun eða skynjun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: