Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1539007036.16

    Frásögn
    TEIK1MF02
    8
    teikning
    Myndræn frásögn
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Markmiðið með áfanganum er að nemandinn kynnist aðferðum til að segja sögu í teikningu eða annarri myndgerð. Áhersla er lögð á hugmyndaspuna og frjálsa karaktersköpun. Nemendur kynnast mismunandi tegundum af pappír og teikniáhöldum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum aðferðum til að segja sögu með teikningu
    • ýmsum aðferðum til að spinna söguþráð og búa til karaktera
    • ólíkum gerðum af pappír
    • fjölbreyttum teikniáhöldum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • spinna söguþráð og búa til persónur
    • segja sögu með teikningu
    • nota fjölbreytt teikniáhöld og mismunandi gerðir af pappír
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • segja sögu með teikningu
    • búa til verk sem felur í sér frásögn
    • vinna myndverk með ólíkum áhöldum og fjölbreyttum gerðum af pappír