Í áfanganum kynnast nemendur stafrænni myndvinnslu. Unnið er með ljósmyndir, hreyfimyndir, teikningar og málverk í einföldum myndvinnsluforritum. Nemendur öðlast þjálfun í vinnubrögðum og er rík áhersla lögð á hugmyndavinnu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum í vídeóupptöku
því hvernig hægt er að setja saman myndbúta og mynda úr þeim heild
vinnu með hreyfingu og framvindu
samspili myndar og hljóðmyndar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka upp vídeó eftir fyrirmælum
setja saman myndband með eða án aðstoðar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka vídeó á persónulegan hátt af myndefni að eigin vali