Í áfanganum vinna nemendur með tímatengda, stafræna miðla, myndband og hljóð. Nemendur kynnast grundvallaratriðum upptökutækja, tónlistarforrita og klippiforrita og vinna eigin verk, með eða án stuðnings. Nemendur kynnast lykilverkum nokkurra listamanna sem vinna með myndband og hljóð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tímanum sem lykilþætti í myndbands- og hljóðverki
upptökutækjum, klippiforritum og stafrænum miðlum fyrir myndband og hljóð
vinnuferli við gerð myndbands- og hljóðverka
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka upp myndband
taka upp hljóð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka upp og klippa myndbandsverk, með eða án stuðnings
taka upp og klippa hljóðverk, með eða án stuðnings