Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1539103186.05

    Umhverfisvernd og sjálfbærni
    UMÁL3UM05
    2
    Umhverfismál
    Umhverfisvernd, mannleg hegðun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður farið yfir umhverfisverndarmál á breiðum grundvelli og efnið skoðað bæði út frá náttúrufræðilegu sjónarhorni, félagslegu og sálfræðilegu þar sem mannleg hegðun og áhrif hennar á umhverfisverndarmál verða könnuð. Nemendur vinna með hugtök, þekkingu og umræðu sem tengjast umhverfisfræði, skoða ólík sjónarmið og sjálfbæra þróun í víðu samhengi og velti fyrir sér mikilvægi umhverfismála, félagslegra og efnahagslegra þátta í því samhengi. Í áfanganum er lögð áhersla á vísindaleg og sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgð nemandans á eigin framvindu og mótun afstöðu til umhverfistengdra málefna auk þess sem nemendur fá tækifæri til að kafa ofan í þau svið sem mest vekja áhuga þeirra.
    RIHE1RH02, FÉLV1ÞF05, NÁTT1GR05 auk 10 eininga í íslensku og ensku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum hugtökum tengdum umhverfismálum og mannlegu atferli
    • sálfræðileg ferli sem útskýra hegðun með tilliti til umhverfisverndar
    • áhrif mannlegra þátta á mengun og umhverfisvernd
    • sjálfbærri auðlindanýtingu og sjálfbærri þróun
    • hvernig umhverfismál, félagslegir þættir og efnahagslegir tengjast hugmyndinni um sjálfbæra þróun
    • tengingu lýðræðis, mannréttinda, heilbrigðis og félagslegri velferð samfélagsgerða, stéttaskiptingar og annarra þjóðfélagsmála og áhrif þeirra á umhverfisvernd og sjálfbærni
    • átti sig á samfélagslegri, menningarlegri, vistfræðilegri og efnahagslegri ábyrgð sinni og hversu mikilvægt framlag hvers og eins er til umhverfismála
    • tengsl umhverfisins og nýtingu auðlinda
    • áhrifum mannsins á umhverfi sitt
    • helstu orkugjöfum jarðarinnar
    • áhrifum fólksfjölda á nýtingu auðlinda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita sér upplýsinga um efnið og meta gæði heimilda
    • vinna sjálfstætt og saman í hópum
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • móta sér afstöðu til umhverfistengdra málefna
    • lesa fræðilegt efni um umhverfis- og orkumál bæði á íslensku og ensku
    • tengja saman orsakir og afleiðingar mismunandi orkugjafa mannsins fyrir umhverfið
    • taka þátt í umræðu tengdri umhverfismálum á ábyrgan hátt og af þekkingu
    • skipuleggja og vinna frá grunni að verkefnum á ábyrgan og skipulegan hátt
    • vinna úr heimildum samkvæmt APA kerfinu og viðurkenndum reglum um meðferð þeirra
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
    • meta áhrif daglegs lífs á umhverfið, meðal annars með því að nýta sér hugtökin vistspor og sjálfbærni
    • ræða og rökstyðja hvernig mannréttindi, hagkerfi og umhverfisvernd tengjast sjálfbærni
    • velta fyrir sér ólíkum sjónarmiðum um efnið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geti skoðað umhverfismál á gagnrýninn hátt, geti aflað sér fræðilegra upplýsinga um efnið, túlkað þær, rætt og velt fyrir sér ólíkum sjónarmiðum
    • verið virkur þátttakandi í umræðu um umhverfismál
    • geti unnið sjálfstætt að verkefni þar sem hann kynnir sér umhverfisvandamál og finnur lausnir á þeim
    • vera meðvitaður og gagnrýninn neytandi og taki ábyrga, upplýsta og sjálfstæða afstöðu um málefni tengdum umhverfinu
    • beiti viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefna
    • nýti fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
    • sýni siðferðislega ábyrgð í umgengni sinni við umhverfi í verki
    • geti metið eigið vinnuframlag og annarra í tengslum við nám í áfanganum
    • geti tengt hæfni sína og þekkingu við alþjóðlegt umhverfi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.