Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1539342593.77

    Ganga og útivist
    ÍÞRÓ1GA01
    64
    íþróttir
    Ganga
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Nemendur kynnist og læri undirstöðuatriði er varðar skipulagningu á gönguferðum og öðlist þekkingu á gildi útivistar. Markmið áfangans er að hafa uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu og andlega og félagslega líðan.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi útivistar og hreyfingar fyrir heilsu og líðan
    • hinum ýmsu gönguleiðum um/á Akranesi og nágrenni
    • mikilvægi þess að vera vel útbúinn til útivistar
    • mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útbúa sig eftir aðstæðum hverju sinni
    • nota helstu öryggistæki og útbúnað fyrir göngur
    • ganga sér til heilsubótar
    • nýta sér síma/app til útivistar og sem öryggistæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla þekkingu sinni um heilsusamleg áhrif útivistar og fjallamennsku til annara á jákvæðan hátt
    • vera meðvitaður um umhverfi sitt og læri að njóta þess
    • nýta sér útivistarsvæði í nágrenninu til heilsubótar
    • auka félagsfærni sína með því að vinna með öðrum og vera hluti af hópi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.