Áfanginn á að veita nemendum gott yfirlit yfir þróunarsögu og fjölbreytileika dýraríkisins. Áhersla verður lögð á hryggdýr, einkum þau sem lifa á og við Ísland (spendýr, fugla og fiska) en nemendur kynnast einnig öðrum hryggdýrum jarðar (t.a.m. froskdýrum og skriðdýrum). Eins verða helstu hryggleysingjar kynntir, sérstaklega þeir sem tilheyra íslenskri fánu. Að auki fá nemendur innsýn í áhrif mannsins á dýralíf jarðar og hvernig þau áhrif eru líkleg til að birtast í framtíðinni. Í áfanganum hafa nemendur töluvert svigrúm til að dýpka/auka þekkingu sína á þeim dýrategundum/hópum sem vekja sérstakan áhuga þeirra.
LÍFF2FR05 eða sambærilegur áfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Þróunarsögu og fjölbreytileika dýraríkisins
Ólíkum hópum dýra og hvað greinir þau að
Samsetningu dýralífs á Íslandi
Áhrifum mannsins á dýralíf jarðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita vísindalegum vinnubrögðum
Þekkja mun á lifnaðarháttum ólíkra dýrahópa
Afla sér áreiðanlegra upplýsinga um dýr jarðar
Dýpka þekkingu sína á tilteknum dýrategundum
Hugsa um afleiðingar af hegðun mannsins á dýrategundir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra skriflega og munnlega viðfangsefni áfangans
skiptast á skoðunum og bregðast við viðmælendum sínum um efni áfangans
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
meta eigið vinnuframlag
Námsmat er í formi leiðsagnarmats og er nánar útskýrt í kennsluáætlun.