Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540299471.98

    Mannlegt samfélag
    HEIM2FR05
    7
    heimspeki
    framhaldsáfangi í heimspeki
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er haldið áfram að kynna heimspeki sem fræðigrein. Þær undirgreinar heimspekinnar sem nú verða teknar fyrir eru þekkingarfræði, vísindaheimspeki, stjórnmálaheimspeki, fagurfræði og heimspeki tungumálsins. Megináherslan er þó á stjórnmálaheimspeki og heimspekilegum hugmyndum um mannlegt samfélag. Kynntar verða kenningar heimspekinga um forsendur og form ólíkra samfélaga, um grundvöll siðferðis og rætur stjórnskipunar. Spurningin um það hvernig æskilegt sé að samfélagið sé upp byggt og hvaða grunngildi skuli í heiðri höfð er tekin til umfjöllunar, en þannig má öðlast dýpri skilning á því hvaða viðfangsefni eru við að eiga í flóknu samfélagi.
    Mannréttindi verða tekin sérstaklega fyrir og þær heimspekilegu hugmyndir sem þau hvíla á verða ræddar.
    Aukinn skilningur á þessu sviði gagnast nemandanum til að þroska sig sem félagsveru og þátttakanda í hinum fjölbreytilegu aðstæðum sem mæta honum í daglegu lífi. Þannig er, auk skilnings á samfélagslegum viðfangsefnum, lögð áhersla á að auka færni í röklegum og lýðræðislegum samræðum. En að hugsa og tala um þessi mál er eitt, að gera eitthvað til að hafa áhrif á og bæta ástandið er annað. Verkefni áfangans munu sum hver miða að því að virkja nemendur og sýna þeim fram á áhrifamátt sinn.
    Leitast er við að virkja nemandann til þess að yfirvega eigin skoðanir á siðferðilegum efnum og heimspekilegum grundvelli stjórnmála. Atburðir líðandi stundar eru skoðaðir með það fyrir augum að beita aðferðum heimspekinnar til að dýpka og breikka skilning nemenda á þeim og auka þar með hæfni þeirra til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi.
    HEIM2BY05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - fyrrnefndum undirgreinum heimspekinnar og helstu kenningum heimspekinga um þær
      - grunnkenningum um samfélög og stjórnmálaheimspeki, svo sem hugmyndum Platons, Aristótelesar, Thomas Hobbes, John Locke, John Rawls og Robert Nozick
      - heimspekilegum rótum ýmissa samfélagslegra fyrirbæra, svo sem laga, réttarfars og stjórnkerfis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - lesa heimspekitexta
      - koma auga á og greina heimspekilegt inntak kvikmynda
      - beita gagnrýnni hugsun
      - meta eigin rök og annarra
      - tjá sig heimspekilega og hlusta á aðra
      - tengja heimspeki við eigin reynslu og veruleika
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - móta sínar eigin skoðanir á samfélagsmálum og þjálfist í heimspekilegri samræðu um þær
      - geta gert heimspekilega grein fyrir viðfangsefnum á borð við réttlæti, mannréttindi, frelsi og jafnrétti
      - fjalla heimspekilega um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni með hliðsjón af íslensku og alþjóðlegu samfélagi
      - átta sig á áhrifamætti sínum þegar kemur að samfélagsmálum og mannréttindum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.