Í áfanganum lesa nemendur valda heimspekilega frumtexta. Valið verður að einhverju leyti í samráði við nemendur, þ.e. út frá áhugasviði þeirra. Megináherslan er á að nemendur fái tækifæri til að lesa verk eftir heimspekinga, öðlist leikni í að skilja og greina þá og mynda sér sína eigin skoðun á þeim. Sjálfstæð hugsun er því yfirmarkmiðið hér.
HEIM2BY05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvernig heimspeki sem fræðigrein kemur fyrir í nútímasamfélagi - nokkrum heimspekiverkum af eigin raun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa heimspekitexta - beita gagnrýnni hugsun - meta eigin rök og annarra - tjá sig heimspekilega og hlusta á aðra - tengja heimspeki við eigin reynslu og veruleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- móta sínar eigin skoðanir á samfélagsmálum og þjálfist í heimspekilegri samræðu um þær -geta gert heimspekilega grein fyrir viðfangsefnum á borð við sjálfstæð hugsun, tilgangur lífsins, réttlæti o.fl. - fjalla heimspekilega um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni með hliðsjón af íslensku og alþjóðlegu samfélagi. - átta sig á áhrifamætti sínum þegar kemur að samfélagsmálum og mannréttindum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.