Í áfanganum verða tekin fyrir 6 svið uppeldis og menntunar á Íslandi: Fjallað verður um markmiðssetningu grunn- og framhaldsskóla og tengsl þeirra markmiða við starf þessara menntastofnana. Réttindi og þjónusta tengd fötlun barna og unglinga. Ofbeldi gagnvart börnum. Sorg og sorgarviðbrögð barna og unglinga. Rannsóknir á mismuni kynjanna og uppeldis- og/eða kennslufræðileg úrræði tengd kynjamun. Íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar aðferðir við rannsóknarvinnu og miðlun verkefna, bæði í hópum sem og einstaklingslega.
UPPE2UM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi markmiðssetningar grunn- og framhaldsskóla - réttindum og aðstæðum fatlaðra ungmenna - lögum og reglum um þjónustu og skyldur menntastofnana - ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum - einelti í ýmsum birtingarmyndum - réttindum barna sem verða fyrir ofbeldi - sorg barna, birtingarmynd eftir aldri og viðbrögð - mismunandi þörfum og eðli kynjanna og kynjarannsóknum - stöðu kynjanna varðandi laun, störf og valdastöður í samfélaginu - uppeldislegu gildi íþrótta- og tómstundastarfi unglinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna sjálfstætt, einn og með öðrum, markvisst og af ábyrgð - beita mismunandi rannsóknaraðferðum félagsvísinda í samræmi við fyrirliggjandi verkefni hverju sinni - kynna og túlka niðurstöður rannsókna sinna og annarra með margvíslegum hætti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- draga ályktanir og færa rökum fyrir þeim - búa yfir víðsýni, umburðarlyndi og skilningi á eigin getu og annarra - taka þátt í faglegum umræðum um uppeldismál - meta siðferðisleg mál er tengjast uppeldi - miðla niðurstöðum athugana sinna og rannsókna - geta greint og unnið með fjölbreytt verkefni tengd málaflokknum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.