Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540306032.46

    Rekstrarhagfræði
    HAGF3RE05
    4
    hagfræði
    rekstrarhagfræði, rekstur fyrirtækja
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um megin viðfangsefni og kenningar innan rekstrarhagfræðinnar. Rifjuð eru upp helstu atriði framboðs og eftirspurnar. Unnið verður með hugtökin skilvirkni og velferð, nytjar og nytjaföll, framleiðslu og framleiðsluföll, kostnað og kostnaðarföll.
    Aðferðum við afkomumælingar verða gerð skil. Einnig verða skoðuð einkenni mismunandi markaðsforma og samkeppni á markaði. Rifjuð verða upp og unnið með grunnatriði jaðarfræða.
    HAGF2HA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - markaðsöflunum og velferð
      - nytjum og nytjaföllum
      - teygni eftirspurnar og framboðs
      - kostnaðarföllum fyrirtækja og kostnaðargreiningu
      - framleiðslu og framleiðsluföllum
      - mismunandi markaðsformum og samkeppni á markaði
      - hámörkun hagnaðar
      - jaðarfræðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - fjalla um grunnhugtök rekstrarhagfræðinnar á skýran hátt
      - taka þátt í umræðu um afmörkuð og einföld rekstrarhagfræðileg viðfangsefni
      - beita aðferðum rekstrarhagfræðinnar á einföld viðfangsefni og geti beitt einföldum útreikningum
      - tengja hugmyndir rekstrarhagfræðinnar við raunverulegan rekstur og framleiðslu fyrirtækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - gera sér grein fyrir hlutverki rekstrarhagfræðinnar í rekstri fyrirtækja og á markaði
      - afla sér frekari þekkingar á þeim viðfangsefnum sem nám í áfanganum byggist á
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.