Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540307400.96

    Fjármál
    VIÐS2FJ05
    1
    Viðskiptafræði
    fjármál einstaklinga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um fjármál einstaklinga og helstu hugtök á sviði fjármála almennt. Áhersla er lögð á þjálfun í útreikningum þar sem telja má að kunnáttan hafi almennt hagnýtt gildi. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatriði sem varða mat á fjárfestingavalkostum.
    Mikilvægt er að nemendur hafi aðgang að tölvu og töflureikni, Excel.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu hugtökum er varða fjármál einstaklinga, s.s. mismunandi vaxtahugtök, verðtryggingu, verðbólgu o.fl.
      - mismunandi tegundum skuldabréfa
      - mismunandi formum lána sem einstaklingum bjóðast
      - helstu tegundum markaðsverðbréfa á íslenskum verðbréfamarkaði
      - helstu sparnaðarleiðum sem einstaklingum bjóðast
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - reikna vaxtaupphæð, framtíðarvirði, núvirði og vaxtaprósentu
      - reikna verðbólgu
      - meta skuldabréf
      - meikna vísitölur
      - nýta netið til öflunar fjármálalegra upplýsinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - finna hagkvæmustu frjáfestingavalkosti með hjálp núvirðisreikninga
      - finna hagkvæmustu sparnaðarleiðir fyrir einstaklinga
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.