Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540307656.02

    Stjórnun og markaðsfræði
    VIÐS2SM05
    2
    Viðskiptafræði
    stjórnun og markaðsfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á grunnhugtök og kenningar í stjórnun og markaðsfræði. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og efla skilning nemenda á gildi markaðsstarfs.
    Nemendur kynnast m.a. helstu þáttum í markaðsrannsóknum og mikilvægi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - þróun stjórnunar sem fræðigreinar
      - tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar
      - helstu stjórnunarkenningum og stjórnunarstílum
      - þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag
      - grunnþekkingu í mannauðsstjórnun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - beita algengustu hugtökum stjórnunar og markaðsfræði
      - þekkja til helstu samkeppnisforma og mikilvægustu þátta samkeppnisgreiningar
      - þekkja mikilvægi markaðsrannsókna
      - þekkja siðferðileg álitamál er varða markaðsrannsóknir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - tjá skoðanir sínar á grunnatriðum í stjórnun og markaðsfræðum
      - nýta grunnþekkingu sína í stjórnun og markaðsfræðum
      - auka þekkingu sína í stjórnun og markaðsfræðum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.