Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540308384.63

    Bókfærsla II
    BÓKF2BB05
    9
    bókfærsla
    bókfærsla - framhald
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur sem hefja nám í þessum áfanga eiga að hafa fullt vald á bókhaldshringrásinni, geta hafið bókhald og lokað því samkvæmt reglum tvíhliða bókhalds. Í þessum áfanga er fyrri kunnátta dýpkuð verulega með flóknari færslum. Farið er yfir bókun á helstu reikningum fyrirtækja, notkun fyrningareikninga við afskriftir eigna, bókun hlutabréfa, skuldabréfa og annarra skuldaviðurkenninga og notkun affallareiknings. Einnig er farið yfir bókanir sem varða innflutning, tollafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli, kostnað og fyrirkomulag við geymslu á vörum í tollvörugeymslu. Uppgjörsfærslum er haldið áfram, bæði í gegnum aðalbók og reikningsjöfnuð.
    BÓKF1BA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - hugtökum tvíhliða bókhalds
      - reglum tvíhliða bókhalds
      - helstu reikningum í fjárhagsbókhaldi
      - helstu lögum um bókhald og virðisaukaskatt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - gera skil á færslum vegna innflutnings á vöru, helstu innflutningsskjölum, tollaafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli og gengisbreytingum
      - reikna og bóka verðbætur, vexti og afborganir af verðtryggðum skuldabréfum
      - reikna afborganir og afföll af óverðtryggðum skuldabréfum
      - bóka kaup á hlutabréfum, arði, endurmati og sölu
      - bóka og gera upp virðisaukaskatt sem fellur í fleiri en eitt virðisaukaskattþrep
      - færa viðskiptamannabókhald
      - reikna og bóka laun í amk tveimur skattþrepum og gera skil á launatengdum gjöldum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - bóka færslur sem varða stofnun og slit fyrirtækja
      - vinna með viðskiptamannabókhald, sérstaklega með tilliti til innheimtu og afskrifta á viðskiptaskuldum
      - byggja undir frekara nám í fjárhagsbókhaldi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.