Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540571751.62

    Raf- og segulfræði
    EÐLI3RS05
    32
    eðlisfræði
    rafsegulfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru tekin til athugunar grundvallaratriði rafmagns og segulsviðs og þau tengd umfjöllun um notkun rafmagns í tæknivæddu þjóðfélagi. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áföngum er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu, riti verkbók og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Gert er ráð fyrir verklegum tilraunum í smærri námshópum. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem æskilegt er að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.
    EÐLI2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - rafhleðslu og rafsvið
      - rafspennu og rafstrauma
      - rafrásum í jafnstraumi
      - segulfræði og span
      - orðaforða á ensku tengdum efni áfangans
      - sérhæfðum lögmálum, viðfangasefnum og orðfæri til að taka þátt í almennri umræðu um málefni eðlisfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - nota markverða tölustafi og viðeigandi einingar ásamt því að hagnýta og yfirfæra leikni milli flóknari stærðfræði og eðlisfræði til úrlausnar verkefna
      - setja fram og túlka myndir, gröf og töflur
      - tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi
      - leita sér heimilda um afmarkað efni/verkefni og nýta þær á viðeigandi hátt
      - skipuleggja og framkvæma verklegar æfingar og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu/tilraunaseðli
      - reikna verkefni í raf- og segulfræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - nýta sér áður áunna þekkingu úr stærðfræði til að skilja lögmálin sem við sögu koma
      - dýpka eðlisfræðilega þekkingu og hugsun sína
      - setja upp verkefni og bæði greina það og leysa
      - tengja námsefnið við mikilvægar tilraunir öreindahröðlum
      - skilja hvernig aðalatriði áfangans eru nátengd hvert öðru, þ.e. raf- og segulsvið, rafflæði og segulflæði
      - skila gröf og teikningar í samhengi við mikilvæg lögmál
      - sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
      - bera ábyrgð á eigin námsframvindu
      - vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.