Áfanginn er framhaldsáfangi í ólífrænni efnafræði þar sem lögð er áhersla á að kynna nemendum eðli og eiginleika mikilvægra frumefna og efnasambanda, framleiðslu þeirra og notagildi.
EFNA3CJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- nánari þáttum í fyrri áföngum ólífrænnar efnafræði - efnisfræði málma og málmleysingja - lotubundnum eiginleikum - sjálfgengi efnahvarfa, óreiðu og fríorku - einingarsellum kristalla - rafeindum á d-svigrúmum - málmkomplexum - tengitölur og lögun komplexa - segulvirkni - litum - fjölbreyttum orðaforða á enskri tungu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leysa verkefni þar sem m.a. er fengist við samþætt og nokkuð flókin viðfangsefni - leita sér heimilda um afmarkað verkefni og nýta þær á viðeigandi hátt - tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sjá tengsl milli náttúrufræðigreina og geta yfirfært þekkingu milli þeirra - sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu - tengja efnafræða við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar - greina frá niðurstöðum rannsókna á skýran og vandaðan hátt
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.