Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540572997.73

    Jarðsaga
    JARÐ3SJ05
    3
    jarðfræði
    aldursgreiningar, breytingar á landaskipan og lífríki, jarðlagafræði, jarðsaga, jarðsaga íslands, jarðsögutaflan, steingervingar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um almenna jarðsögu: 1)Uppruni og myndun jarðar, tímatal, aldur jarðar, aldursákvarðanir, jarðsögutaflan og skiptingu hennar. 2) Þróun lífs, fyrstu lífverur, breytingar í lífríki, þróun einstakra hópa lífvera, s.s. fiska, lindýra, skriðdýra, fugla og spendýra. Fjöldadauði lífvera og tilgátur um orsakir og afleiðingar. 3) Landrek: Farið yfir helstu tilgátur og kenningar og rökfærslur fyrir þeim. Farið yfir helsu fellingafjallamyndanir, hvernig þær myndast, hvar og hvenær og niðurbrot þeirra. Einnig er fjallað um ferli jarðfleka um yfirborð jarðar, opnanir og lokanir og afstöðu hvers til annars. 4) Ísaldir, hugsanlegar orsakir útbreiðsu, einkenni og lok. 5) Þróun mannsins frá Australopithecus til Homo sapiens.
    JARÐ2JÍ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu hugtökum er varða myndun og mótun Jarðar
      - helstu breytingum á yfirborði jarðar sem tengjast landreki
      - helstu þáttum í samspili loftslags og stöðu jarðfleka
      - meginatriðum í þróun lífs á Jörðinni
      - helstu þáttum í þróun mannsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - leita sér upplýsinga um jarðsöguleg atriði úr viðurkenndum heimildum
      - nýta myndefni og margskonar heimildir til að draga eigin ályktanir um framvindu lands
      - greina helstu bergtegundir í handsýni og afstæðan aldur í jarðlagastafla
      - að draga ályktanir og setja fram eigin niðurstöður á skipulegan hátt
      - setja saman formrétta heimildaritgerð um tiltekið efni
      - að gæta að réttri meðferð heimilda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - draga ályktanir af því sem fyrir augu ber
      - geta fjallað um samhengi umhverfis og þróunar lífs
      - geta lesið meginatriði jarðsögu úr ásýnd lands
      - geta rökrætt mögulegar túlkanir á ásýnd lands
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.