Í áfanganum er saga stjörnufræðinnar stuttlega rakin og fjallað um stjörnufræðina sem fræðigrein. Þá er sérstök áhersla lögð á sólkerfið, bæði innri og ytri reikistjörnurnar, loftsteina og halastjörnur og aðferðir til rannsókna á þeim. Vefsíður NASA og aðrar heimildir verða skoðaðar reglulega og bent á nýjungar í tækni og nýjar uppgötvanir í vísindum kynntar. Þá er fjallað um rannsóknaráætlanir og nýjustu uppgötvanir og möguleika á sviði geimferða og -rannsókna. Áhersla skal lögð á verkefnavinnu; athuganir og tilraunir, stjörnuskoðun, kortalestur og nýtingu upplýsingatækni, s.s. stjörnufræðiforrita og líkana.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- tilurð og tilgangi stjörnumerkja - helstu fyrirbærum í sólkerfinu okkar - lífi og dauða sólstjörnu - helstu uppgötvunum stjörnufræðinnar - stærð alheimsins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- afla sér upplýsinga um stjörnufræði og stjörnuskoðun - umræðum um stjarnfræðileg fyrirbæri - nota stjarnfræðilegar mælieiningar - lestri og túlkun H-R línuritsins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera grein fyrir stærðum og fjarlægðum stjarnfræðilegra hluta - átta sig á árstíð, tíma dags eða kvartílaskiptingu tungls út frá afstöðu jarðar, sólar og tungls - finna ákveðin fyrirbæri himinhvolfsins út frá stjörnumerkjum - lýsa æviskeiði sólstjörnu með tilvísunum í H-R línurit - lýsa aðferðum sem er beitt til stjarnfræðilegra uppgötvana
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.