Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1542622356.3

    Almenn lögfræði og reglugerðir
    MLÖR4MS02(AA)
    3
    Lögfræði og reglugerðir
    Lögfræði og reglugerðir
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    AA
    Farið er yfir helstu lög og reglur er varða fyrirtækjarekstur, réttindi starfsmanna og rætt um siðareglur og mótun þeirra. Nemendur þekki þá þætti dómskerfisins er varða atvinnurekstur og réttarform fyrirtækja. Þekki vel iðnlöggjöfina og helstu lög og reglur aðrar er lúta að atvinnurekstri, svo sem verslunarrétt, hlutafélagarétt, vinnurétt, skattamál, tilboðsgerð og CSR.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lögum og reglum varðandi starfsmannamál.
    • lögum og reglum varðandi rekstur fyrirtækja og skattalegt umhverfi.
    • helstu lögum varðandi tilboðsgerð.
    • helstu eyðublöðum sem atvinnurekandi þarf að fylla út.
    • lögboðnum tryggingum í atvinnurekstri.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylla út helstu eyðublöð.
    • meta áhrif rekstrarákvarðana á skattlagningu fyrirtækja.
    • gera helstu samninga varðandi atvinnurekstur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útfylla helstu pappíra varðandi fyrirtækjarekstur.
    • leita sér upplýsinga um lögfræðileg atriði er varða fyrirtækjarekstur.