Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1542713152.92

    Almenn eðlisfræði - grunnur
    EÐLI2GR05
    25
    eðlisfræði
    grunnáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum fyrsta áfanga í eðlisfræði er byrjað á því að láta nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum aflfræði og ljósgeislafræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: mælingar og óvissumat, líkön, fræði og lögmál, hreyfing í einni vídd, vigrar og grafísk lýsing á hreyfingu, hreyfilögmál Newtons, þyngdarkraftur og núningskraftur, tengsl vinnu og orku, nokkrar orkumyndir og varðveislulögmál tengd þeim, speglun og brot ljósgeisla, skriðþungi, þrýstingur og lögmál Arkimedesar um uppdrif.
    STÆR2AF05 eða STÆR2VF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvað felst í vísindalegri aðferð
    • SI-kerfinu og SI-einingum stærða sem unnið er með
    • helstu hugtökum sem notuð eru í hreyfifræði, aflfræði og ljósgeislafræði
    • helstu lögmálum ofannefndra greina, svo sem hreyfilögmálum Newtons og varðveislulögmálum vélrænnar orku og heildarorku, endurvarpslögmálinu og lögmáli Snells
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fara með tölur og vigra í eðlisfræði og í vísindalegum vinnubrögðum
    • beita lögmálum og jöfnum úr námsefninu við að leysa verkefni af ýmsu tagi
    • leiða út með rökrænum hætti jöfnu fyrir sambandi stærða frá gefnum forsendum
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra
    • setja fram eðlisfræðilegt umfjöllunarefni á skýran og markvissan hátt í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • nota námsefni og gögn á markvissan hátt
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum til að auðvelda námið
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Námsmat er byggt á fjölbreyttu mati sem er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.