Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1543313907.56

    Fornámsáfangi í stærðfræði
    STÆR1SF04
    106
    stærðfræði
    Fornám í stærðfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SF
    Í áfanganum er haldið áfram að byggja ofan á grunn sem nemendur hafa lært í grunnskóla. Efni áfangans er rúmfræði, hnitakerfi og föll ásamt tölfræði.
    Einn stærðfræðiáfangi á 1. hæfniþrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frumhugtökum rúmfræðinnar
    • hnitakerfi, hallatölum, skurðpunktum og öðru sem því tengist
    • einslögun, hlutföllum og hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
    • helstu hugtökum í tölfræði
    • notkun og úrvinnslu ýmissa tölfræðigagna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með frumhugtök rúmfræðinnar
    • vinna með og leysa ýmis dæmi tengd þríhyrningum
    • vinna úr og nýta tölfræðigögn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér frumhugtök rúmfræðinnar í daglegu lífi
    • nýta sér hornafallareikning í praktískum tilgangi
    • nota tölfræði í tengslum við raunveruleg úrlausnarverkefni
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.