Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1544286321.8

  Námslok - sérnámsbraut
  NLOS1NL02
  2
  Námslok - sérnámsbraut
  Námslok
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Áfanginn er á lokaönn og byggir á undirbúningi fyrir útskrift frá sérnámsbraut skólans. Meðal verkefna áfangans er samantekt á myndum frá skólaárunum, þar sem nemandinn velur þær myndir sem hann raðar saman í myndvinnsluforrit og velur tónlist undir. Farið er í skipulagningu útskriftarathafnar, fjáröflun dimmissjónar og verkefni sem tengist samfélagslegri ábyrgð. Nemandi geri starfsferilsskrá frá þeim fyrirtækum sem hann hefur unnið hjá í starfsnámi við frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Nemandinn tekur þátt í almennum LOK áfanga skólans þar sem skipulögð er Dimmisjón. Farið er yfir útskriftarathöfnina og hún æfð.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skipulagningu kveðjudags (dimmisjónar)
  • æfing fyrir útskriftarathöfn
  • samantekt á skólaárunum fjórum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipuleggja afmarkaða þætti dimmisjónar, fjáraflana og útskriftar
  • vinna í hóp við að skipuleggja viðburði og fjáraflanir
  • vinna með fjölbreyttum hópi nemenda af öllum brautum skólans
  • velja og skipuleggja samfélagslegt verkefni við hæfi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna frumkvæði í hugmyndavinnu
  • efla vitund um mikilvægi þess að tilheyra skólasamfélaginu
  • taka þátt í samfélagslegum verkefnum
  Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.