Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1544287856.38

    Myndlist grunnur sérnám
    MYNL1GR04
    8
    myndlist
    Grunnur
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Námið er verklegt og fer að mestu leyti fram á þann hátt að nemendur vinna ákveðin verkefni þar sem þeir þurfa að tjá sig á myndrænan hátt. Þeir læra grunnatriði í myndsköpun s.s. teiknun, notkun lita, litablöndun, formfræði, grafík, málun o.fl. Leitast er við að gefa nemendum kost á að nota fjölbreyttar aðferðir og áhöld við myndvinnslu þannig að þeir þjálfist í að tjá sig á ólíkan máta. Áherslur eru einstaklingsbundnar, háðar myndrænni færni og formrænum skilningi hvers einstaks nemanda. Leitast er við að nota stafræna miðla þar sem það á við.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum verklegum grunnaðferðum við að tjá sig í myndum
    • hvernig mismunandi áhöld gefa mismunandi áferð, línur og form
    • sjónrænum þáttum í umhverfi sínu
    • einstaklings- og hópavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka leiðsögn
    • vinna persónuleg verk
    • nota grunnþætti (liti, form, áferð, efni) í umhverfi sínu og beita þeim við útfærslu verka sinna
    • tjá sig um eigin verk og annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita helstu aðferðum í að tjá sig myndrænt
    • viðhafa vönduð vinnubrögð og sýna fram á góða umgengni og frágang
    • tjá hugmyndir sínar og tilfinningar í myndverki
    Símat sem byggist á áhuga og virkni nemanda.