Í áfanganum safna nemendur saman og halda utan um gögn um eigin verk og verkefni, með stuðningi ef með þarf. Nemendur taka myndir af tví- og þrívíðum verkum og kynnast aðferðum til að skrásetja verk af öðrum toga, s.s. gjörning, myndbands- eða hljóðverk.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að halda skrá um verkefni og verk
mismunandi aðferðum við að mynda og skrásetja verk eftir eðli þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
ljósmynda verk, bæði tví- og þrívíð
halda utan um og skrá verkefni sín, með eða án stuðnings
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
mynda og skrásetja verk sín og verkefni, með eða án stuðnings