Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1544701526.96

    Tvívídd og þrívídd
    FORM1TÞ03
    2
    Formfræði
    Tvívídd og þrívídd
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum er unnið með form og hlutföll. Nemendur kynnast ýmsum aðferðum við myndbyggingu og kanna ólík sjónræn áhrif þeirra. Einkum er unnið með frumform og óhlutbundin form og munurinn á þeim kannaður frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað er um ýmsar andstæður s.s. stórt/lítið, hvasst/mjúkt, jafnvægi/ójafnvægi, létt/þungt, samstætt/andstætt. Nemendur velta fyrir sér stærð og hlutföllum, endurtekningu, takti og mynstri. Verkefni í myndbyggingu eru einnig tengd dæmum úr listasögu og umhverfi samtímans. Markvisst er unnið með skissubók.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frumformunum, heitum þeirra og lögun
    • ýmsum andstæðum hugtökum á borð við stórt/lítið, hvasst/mjúkt
    • fjölbreyttum áhöldum og efni sem nota má í tví- og þrívíðri vinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna frumform eftir fyrirmælum
    • vinna með ólík verkfæri og fjölbreytt efni, s.s. blek, túss, pensla og penna
    • vinna óhlutbundið með form, línu, flöt, áferð, mynstur o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með byggingu myndflatar á frjóan og persónulegan hátt
    • skapa þrívíð verk úr fjölbreyttu efni á persónulegan hátt