Í áfanganum kynnast nemendur völdum listamönnum frá ýmsum tímabilum listasögunnar og samtíma. Nemendur skoða verk viðkomandi listamanna, fræðast um ævi þeirra og hugmyndir samfélagsins á samtíma þeirra og vinna síðan verk innblásin af hugmyndum þeirra eða verkum. Áhersla er lögð á að efla orðaforða nemenda og að kynna þeim ýmis hugtök sem notuð eru við greiningu á myndrænum þáttum og í umræðu um listir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
verkum eftir valda listamenn í sögu og samtíma
því hvernig líf listamanna og samfélag getur endurspeglast í verkum þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota orð og hugtök um listir
tengja mannkynssögu í víðu samhengi við menningu og listir
nota verk eftir aðra sem kveikju í eigin listsköpun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skoða listaverk eftir aðra í samhengi við sögu og samtíma
vinna listaverk með tilvísun í verk úr listasögunni eða samtíma