Áfanginn snýst um teikningu og leirmótun með mannslíkamann sem fyrirmynd. Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum sem mestu skipta við teikningu og mótun mannslíkamans. Nemendur kynnast aðferðum til að mæla hlutföll mannslíkamans og skoða ólíkar birtingarmyndir hans eftir líkamsstöðu módelsins. Nemendur skoða dæmi úr listasögu og samtíma og kynnast því hversu mikilvægt viðfangsefni mannslíkaminn hefur verið í allri vinnu myndlistarmanna og hönnuða í gegnum tíðina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því hvað módelteikning er
helstu líkamshlutum mannsins
hlutföllum mannslíkamans
birtingarmyndum mannslíkamans í ýmsum ólíkum stöðum módelsins.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna og móta módel eftir lifandi fyrirmynd
teikna og móta andlit eftir fyrirmynd
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna með mannslíkamann á fjölbreyttan hátt
ræða um myndir þar sem mannslíkaminn er viðfangsefnið