Í áfanganum hitta nemendur ólíka listamenn og hönnuði og kynnast því hvernig það er að starfa á vettvangi myndlistar og hönnunar. Farið er á söfn og sýningar, í heimsóknir á vinnustofur og listamenn fengnir í heimsókn. Markmið áfangans er að efla sjálfstraust nemenda og hvetja þá til að skoða eigin möguleika á að skapa sér starfsvettvang sem listamenn.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfsumhverfi myndlistarmanna og hönnuða
eigin möguleikum til að skapa sér starfsvettvang sem listamaður
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í umræðum um starf listamannsins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir fjölbreytni starfa á sviði myndlistar og hönnunar