Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1544779777.34

    Verkstæði
    VRKS1LV05
    1
    Verkstæði
    Lokaverk
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að nemendur vinni sjálfstætt lokaverk til opinberrar sýningar. Nemendur velja sér miðil og aðferð sem þeir þekkja úr námi við skólann. Valið tekur mið af þeirri hugmynd sem hver og einn vill koma á framfæri með verki sínu. Nemendur gera skissur ásamt verklýsingu og -áætlun og útfæra verk sín undir handleiðslu kennara. Áfanganum lýkur með yfirferð þar sem nemendur kynna og ræða um verk sín og vinnuferil á eigin forsendum, miðað við færni og tjáningarmáta. Að áfanga loknum setja nemendur verk sín upp og sýna á opinberri sýningu á vegum skólans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum leiðum til sjálfstæðrar vinnu og útfærslu ólíkra hugmynda
    • helstu tækni og aðferðum þess miðils sem hann velur sér
    • mikilvægi þess að vanda framsetningu á verki til sýningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera skissur að verki
    • setja verk sitt fram á vandaðan hátt
    • leggja mat á eigin styrk og veikleika
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa fyrirhuguðu verki með skissum
    • móta og vinna sjálfstætt listaverk til opinberrar sýningar
    • setja fram verk á sýningu og tjá sig um vinnuferlið sem að baki því liggur